Á 5. stigi Knapamerkjanna á knapinn að hafa vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum


Bóklegt

 • Þekkja grunn í sögu reiðmennsku og þróun fram á daginn í dag
 • Kunna skil á helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta
 • Skilja hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak
 • Þekkja mjög vel gangtegundir íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra
 • Þekkja og skilja virkni íslenskra stangaméla
 • Þekkja helstu stofnanir og félagskerfi íslenskrar hestamennsku


Verklegt

 • Hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins
 • Geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins
 • Hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið
 • Hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum
 • Geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki
 • Hafa vald á æfingunum opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak
 • Geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi
 • Knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi

 


Hér fyrir neðan sýnishorn af verklegu prófi á 5. stigi. 

Ath. prófið getur verið lítillega breytt frá þeirri útgáfu sem er sýnd hér að neðan