Námsefni Knapamerkjanna

Knapamerkjanáminu fylgir sérstakt námsefni í 5 kennsluheftum sem samið er með það fyrir augum að það fylgi rökréttu og stigskiptu ferli í reiðmennsku, þjálfun og almennu hestahaldi. Mikilvægt er að kennarar fari vandlega yfir námsefnið og gangi á eftir því að nemendur tileinki sér þá efnisþætti sem þar koma fram. Hægt er að nota námsefnið sem hluta af öðru námi eða eitt sér.

Lögð er fram tillaga að lágmarks tímafjölda á hverju stigi fyrir sig en kennarar geta fjölgað eða fækkað tímum ef þess er óskað. 

Námsefni Knapamerkjanna er varið með höfundarrétti og því ólöglegt að afrita það með einum eða öðrum hætti nema með sérstöku leyfi. Útgefandi Knapamerkjanna er Háskólinn á Hólum og höfundur er Helga Thoroddsen.


Hægt er að panta Knapamerkjabækurnar á vef Háskólans á Hólum og fá sendar í pósti.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 455 6300 og netfanginu holar@holar.is