Á 1. stigi Knapamerkjanna á knapinn að hafa vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum
Bóklegt
- Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta
- Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins
- Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa
- Þekkja gangtegundir íslenska hestsins
- Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
- Þekki helstu ásetur og rétt taumhald
Verklegt
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum