Á 3. stigi Knapamerkjanna á knapinn að hafa vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum
Bóklegt
- Þekkja vel allar gangtegundir íslenska hestsins
- Kunna skil á helstu þáttum er lúta að fóðrun hesta og umhirðu
- Þekkja rólegan hest frá spenntum
- Þekkja helstu þætti í byggingu hestsins og þvi hvernig hann hreyfir sig rétt
- Þekkja helstu þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja einfaldar fimiæfingar og grundvallaratriði þeirra
- Vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun
- Vita hvernig á að undirbúa og ríða hesti yfir slár og hindranir
Verklegt
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun