Umsjón


Háskólinn á Hólum hefur umsjón með Knapamerkjunum

Ábyrgð, -umsýsla, ritun kennslugagna, uppfærsla og vistun Knapamerkjanna er hjá Háskólanum á Hólum. Jafnframt sér skólinn um gagnabanka Knapamerkjanna endurmenntun kennara og dómara. Grunnskólar, framhaldsskólar, sjálfstætt starfandi leiðbeinendur (útskrifaðir frá Hólaskóla), reiðkennarar svo og almenn félagasamtök t.d. hestamannafélög geta boðið upp á Knapamerkjanámskeið. Kennarar og leiðbeinendur á námskeiðum þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að námskeið sé viðurkennt af Hólaskóla. Nemendur þurfa að vera 12 ára (miðað við fæðingarár) eða eldri. Námsefnið geta allir keypt og nýtt sér óháð próftöku. Til að námskeið teljist fullgilt til skráningar í gagnabanka Knapamerkjanna þurfa kennarar að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Á 1. og 2. stigi þurfa kennarar að hafa að lágmarki leiðbeinendaréttindi frá Hólaskóla.
  • Á 3., 4. og 5. stigi þurfa kennarar að hafa reiðkennararéttindi frá Hólaskóla og/eða Félagi tamningamanna.
  • Prófdómarar sem dæma próf í Knapamerkjunum þurfa að vera með reiðkennararéttindi frá Hólaskóla eða Félagi Tamningamanna. Jafnframt þurfa þeir að hafa farið á sérstakt námskeið til að öðlast prófdæmingarréttindi fyrir Knapamerkin. Námskeiðin eru haldin af Hólaskóla og auglýst þegar við á.