Á 2. stigi Knapamerkjanna á knapinn að hafa vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum


Bóklegt

 • Sögu íslenska hestsins
 • Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps hans og skynjunar 
 • Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra
 • Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann
 • Þekkja reiðvöllinn og notkun hans
 • Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi
 • Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd
 • Þekkja æfinguna “að kyssa ístöð”
 • Þekkja einfaldar gangskiptingar
 • Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi

Verklegt

 • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
 • Riðið einfaldar gangskiptingar
 • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
 • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
 • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
 • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
 • Geta riðið á slökum taum
 • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
 • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis


Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af verklegu prófi á stigi 2

Ath. prófið er lítillega breytt frá þeirri útgáfu sem sýnd er hér að neðan.