Á 4. stigi Knapamerkjanna á knapinn að hafa vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum


 Bóklegt

  • Markmiðssetningu og hugþjálfun

  • Réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans

  • Þekkja helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta

  • Þekkja helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum

  • Þekkja vel mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd

  • Þekkja vel æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar

  • Þekkja grundvallaratriði hringteyminga og teyminga á hesti

Verklegt

  • Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins

  • Hafa nákvæmt og næmt taumhald

  • Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi

  • Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki

  • Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni

  • Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi

  • Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi


VERKLEGT PRÓF (í gildi til 31.12.2020)

VERKLEGT PRÓF (tekur gildi 01.01.2021)

ÆFINGASPURNINGAR FYRIR BÓKLEGT PRÓF

 
Hér fyrir neðan er sýnishorn af verklegu prófi á 4. stigi
(gildir til 31.12.2020)
Ath. að prófið getur verið lítillega breytt frá þeirri útgáfu sem er sýnd hér að neðan